Fyrst þetta áhugamál heitir blizzard leikir finn ég mig knúinn til að gera grein fyrir þeim blizzard leikjum sem ég hef spilað og hvað mér finnst um þá og hvaða leiki mér finnst að ætti einhvertíma að tala um.
Lost Vikings 1 & 2
Afhverju talar aldrei neinn um þessa leiki? með betri leikjum sem fyrirtækið hefur gefið af sér og hana nú.
Þessir leikir eru nú ekkert nema eintóm snilld og á seint eftir að koma svona arcade leikur sem tekur stað þessara tveggja. Þessi snilldar leikir byggjast, eins og flestir harðkjarna Blizzard menn vita, á því að koma þremur óheppnum víkinga greyjum sem eru tínd í tíma, í gegnum borð og verður að nota sérstaka hæfileika hvers og eins til að komast í gegnum þrautir sem maður lendir í. Mæli hiklaust með þessum leik ef þið eruð að fá warcraft þreytu.
Warcraft I
Leikur Nr.2 sem ég prófaði af blizzard leikjum var þessi gimsteinn, en hann einn og sér kom mér inní rauntíma herkænsku leiki en ég hékk dögum saman heima hjá vinum mínum og notaði hvert tækifæri til að reyna að komast inní herbergi hjá stóra bróður þeirra og sjá hann í þessum leik. Alger snilld þó hægt sé að gagnrýna hann.
Diablo I
Þessi leikur er leikurinn sem að hálfu leyti koma mér inní Roleplaying leiki (hinn helmingurinn val Albion (dont ask)) og á hann sérstakan stað í hillunni minni út af því. Einn mesti hack & slash leikur síns tíma og var ekkert nema endalaust stuð að berjast í gegnum endalaus borð full af kvikindum sem maður hafði aldrei séð áður. Eini gallinn við leikinn eru sýruhundarnir eins og ég kallaði þá, en þeir ollu því að ég hætti tímabundið að spila leikinn.
Warcraft II (inní þennan flokk fara allir aukapakkar og svoleiðis sem fylgir honum.)
Ég verð að viðurkenna að ég var alveg jafn mikið sjúkur í þennan leik og ég var í Warcraft I, en kanski var það vegna þess að þegar hér er komið við sögu er ég farinn að geta spilað þá leiki sem ég finn og fannst mér hann geðveikur bara af því að hann var framhaldið af leiknum sem ég var alltaf að horfa á hjá barnfóstrunni minni. Nú til dags finnst mér hann ekki eins merkilegur þar sem mér fór að leiðast hvað bæði liðin eru nákvæmlega eins, ég og vinur minn fórum t.d að tala um að eini munurinn á leiknum væri að humans fengi “apple slicing” og orc fá “regeneration”.
Starcraft (ég fékk mér aldrei neina aukapakka fyrir þennan)
Hérna var ég orðinn virkilega mikill blizzard aðdáandi og þegar ég sá þennan leik fyrst ætlaði ég ekki að trúa mínum eigin augum, Warcraft í geimnum???, 3 lið??? liðin actually mismunandi???. Þetta var allt frábært og ég skellt mér á leikinn og sá ekki eftir því og endaði með að eyða óteljandi tímum í bæði að klára borðin hægri vinstri og að reyna að ná að vinna tölvuna einu sinni (sem gekk ekki).
Diablo 2 og Lord of Destruction
Þessi leikur er mesti tímaþjófur sem ég hef á ævinni kynst, ótrúlega stuttur leikur ef maður skoðar bara aðal story line-ið, en samt tókst honum að næla sér í örugglega heilt ár af ævi minni en ég eyddi endalausum tíma í að klára hann með öllum köllum í öllum þyngdarstigum og eyddi ennþá meiri tíma í að safna endalaust af hlutum. Sé samt ekki eftir neinu og er þessi leikur ekkert nema gull í mínum augum.
Warcraft III
Lang besta rauntíma herkænska fyrr og síðar, góð netspilun, gott single player campaign og frábær map editior. Þarf ekkert að segja um þennan leik og hef ekkert að segja sem þið vitið ekki fyrir.