Ég leit á könnunn dagsins, og varð mjög hneikslaður! Að segja að Starcraft sé dauður á Íslandi er eins og að segja að Star Wars hverfi af jörðinni. Mér finnst mjög leitt ef fólk er farið að hugsa um Starcraft, gimsteinninn sem hann er, sem rotið lík í jarðvegi landsins!
Ég skal sko segja það að ef ég fer á lan, þá er Starcraft ALLTAF spilaður amk fjórum sinnum. Ég akkúrat tók mig til núna í byrjun nýs árs að byrja biðina eftir Warcraft 3x með því að installa Starcraft og Brood War, og endurnýja minninguna um söguna í þessum líka yndislega leik. Ekki er ég að segja að Warcraft 3 sé síðri, enda er hann í miklu uppáhaldi hjá mér, en Starcraft hefur “swarm-strat” sem er nú mitt uppáhald ;).
Og svo ef svörin eru skoðuð á fyrrnefndri könnun sést að margir segja já? Til þeirra segja ég: Starcraft er ekki dáinn, hann sefur bara og bíður þess að tröllríða tölvuleikjamarkaðinum þegar Warcraft bróðir sinn er búinn að því. Man ekki einhver eftir því þegar hversu mikil biðin á milli Warcraft 2 og 3 var? Margir sem ég þekkti héldu hann dáinn og grafinn, gleymdann og brunninn.

Kæru meðspilarar, ég bið ykkur um að setjast bara niður og bíða. Svona eins og við gerðum þegar Warcraft 3 var að koma. Bíðum og hlökkum til. Starcraft mun aldrei deyja út, því má allavega treysta. Hann er einfaldlega of góður til þess.

Kær kveðja
Guztus

P.S. Fyrirfram afsakanir fyrir stafsetninga villur og alls ekki taka þessu sem skítkasti. Það þarf bara örðu hvoru að senda inn grein og kynda undir hinum eilífa eldi sem er Starcraft.