Moli
Þegar Starcraft var gefinn út þá voru Blizzard að nota gömlu Diablo vélina. En þegar þeir urðu of ósáttir þá vildu þeir hanna nýja vél sem innihélt fullt af cool stöffi, eins og transparent shadows og hvað þetta nú allt heitir, og þá þurfti að byrja ALLT ferlið upp á nýtt. Og líttu á Diablo 2 í dag. Allt erfiði Blizzards vegna Diablo 2,hefur glatt marga aðdáendur þeirra, nýja jafnt sem gamla, eins og mig og marga fleiri. Ég var kannski smáveigis ósáttur út af biðinni, en á meðan komu út frábærir leikir eins og Baldur's Gate, Fallout 1 og 2, Brood Wars, og það var líka hægt að leika sér í gömlu leikjunum sínum, leikjum eins og Warcraft I & II, Heroes of Might & Magic 1-3 og hvað þeir nú heita allir. Ef þú ert óþolinmóður út af einum leik, af hverju ekki að spila aðra. Farðu út í næstu tölvuleikjabúð, kauptu þér þá leiki sem þú átt ekki en vekja samt áhuga þinn, og spilaðu þá þangað til Warcraft III kemur.
Helmur the almighty (“I am god!”)