Game Spy tók í dag, 22 jan viðtal við Rob Pardo, aðalhönnuð expansionsettsins fyrir WCIII, og ætla ég að segja aðeins frá því í stuttu máli. Eins og fyrr hefur komið fram Þá mun það heita: The Frozen Throne. Söguþráðurinn er nokkurnveginn svona:
Margir Mánuðir eru síðan hinn mikli Archimon var sigraður en nú herjar hið illa á Azeroth. Galdrakallinn Ner´zhul lifir enn í Northrend inni í Icecrown glacier þótt hann sé n líkama lifir ál hans ennþá. Illidian og hinn illi Death Knight Arthas keppast nú um að finna Ner´zhul og the Ice crown glacier(The frozen Throne)
sem hefur að geyma dularfulla krafta.
Eins og margir tóku eftir þá höfðu Demon Hunterinn Illidian og Death Knightinn Arthas ekki neinu stórhlutverki að gegna í Reign of Chaos en það var gert viljandi að sögn Rob Pardon´s.
Það er nú þegar vitað að hinum illa Arthas er ekki trystandi en síðar kemur í ljós að Illidian reynist einnig vera vondur.
Það er ekki með vissu vitað hvaða krafta eða galdra Frozen Throne hefur að geima en eftir því sem þú kemst lengra í leiknum afmá þú áætlanir hinna illu og þeirra myrku áætlanna sem ætlaðar eru Azeroth.
Leikurinn mun byrja á Night Elves og fara síðan yfir í humans og svo Undead. En Night Elves og Humans eru sameinaðir á móti Undead.
Orcs hafa síðan eigin Campaign útaf fyrir sig sem hefur sinn eigin söguþráð. En þess má geta að saga þeirra var einnig gerð til að betrumbæta World Editor.
Nokkrar nýjar hetjur munu koma við sögu. Rob Pardo segir: Að bæta við nýjum hetjum í leikinn fannst okkur bara eðlileg þróun. Leikurinn gengur nánast bara út á hetjur svo að bæta nokkrum við fannst okkur réttast að gera. Að bæta hetjum í leikinn, hver hetja með sína hæfileika og krafta leyfði okkur að auka spilunarmöguleika leikjaspilenda okkar ( veitir nú ekkert af því fyrir Battle Net). Hvernig Hetjurnar blandast inn í leikinn er full snemmt að segja til um en þó er óhætt að segja að söguþráðurinn mun snúast um þær að einhverju leiti og munu spilara læra að nýta sér þær eins og aðrar.
En þá vaknaðr sú spurning: Koma nýir kynþættir fram eða koma hetjurnar til liðs við þá gömlu?
Nýju Human, Night Elf, Orc og Undead hetjurnar koma af nýjum kynþáttum til að styrkja sinn kynþátt. T.d. nýja hetjan hjá Humans er Blood Mage, Bood elven galrakall. Bloodelves, öðru nafni þekktir sem High Elves hafa lengi verið bandamenn Humans svo það er var ekki nema von að við gæfum þessum göfuga kynþætti sæti í leiknum.
Einn af hæfileikum Blood Mage er Flame Strikie, sem getur gert nokkur hundruð í skaða fyrir þá óvini sem eru nálægt. Ólíkt Galdrinum Blizzard sem Archemage hefur er Flame Strike ekki truflanlegur( hetjan þarf ekki að standa kjurr eins og hjá Archmage þegar hann gerir Blizzard ).
Annar galdur nefnist Banish sem breytir óvininum í nokkurn tíma í draug og er þá ekki hægt að nota hann í nokkurn tíma, líkt og Polimorph og Sleep.
Nýir units munu bætast við leikinn í hvert lið fyrir sig.
Einn af nýju Human unitunum er Blood Elf Spell Breaker sem er nokkurskonar göldróttur þjófur. En hann hefur hæfileikann Spell Imunity og auto cast galdurinn steal se tekur í burtu allar galdravarnir svo sem Bloolust og Inner fire og færir þær yfir á þín unit.
Spilarar munu fara til nýrra staða í spilun leiksins. Fyrsti staðurinn er Sunken Ruins sem er í svona Regn skógar formi nokkurnveginn. Í þessu eyjamappi verður mikið af pollum og ám og pálmatré verða í staðinn fyrir þau venjulegu tré sem áður voru.
Einnig er búið að bæta við nýjum creeps og critters.
World Map editorin hefur síðan verið berumbættur til muna svo sem nú er hægt að vista missions og flytja þau yfir í önnur maps og setja tal inní svona videoscenes að mér skilst og margt margt fleira.
Leikurinn er væntanlegur i sumar að sögn Rob´s og ég vænti að margir bíði með eftirvæntingu. Það var nú ekki meira í þessu viðtali svo ég vona að að ykkur hafi líkað túlkun mín yfir í íslensku. Endilega svarið mér og segið ykkar álit