Wc3 ahh….
Man eftir hvernig það var að leiða herinn til sigurs móti hinum dauðu í köldum löndum norðursins, finna hvernig umhverfið streittis á móti manni með kvikindum sem vildu ekkert frekar enn blóð á ísinn!

Það sem ég er að segja er hin rétta skemmtun í hinum margrómaða heimi WarCraft. Að vinna bardaga ætti að liggja í því að nota réttu leiðina á rétta tímanum, senda fótgöngumennina sína tvö hundruð talsins á móts við fótgöngumanna her óvinarins og meðan þeir kljást sendir maður tuttugu brynjaða hestamenn bak við bardagann og ræðst á óvininn aftanfrá. Meðan óvinurinn virðist vera að tapa gengur hetja upp á hæðina og hlær hátt hann hleypur niður og byrjar að hakka í sig fótgönguliðið sem hefur ekkert í andstæðinginn og óvinina. Þá hugsar maður hvernig stoppa ég ferlíkið?!
Aha! galdramaðurinn gengur fram og les þulu og festir hetjuna með rótum sem skjótast upp úr jörðinni. Hetjan mín kemur þá til leiks og heggur að óvinar hetjunni sem berst gegn honum og sprengir af sér fjötrana með galdri sem hann hafði lesið úr einhverri gamalli bók, þeir berjast upp á hólnum meðan bardaginn fyrir neðan er enn heitur. Þá æpir hetjan mín bónarorð til guðanna og sverð hans lýs í myrkrinu, hann heggur andstæðing sinn niður sem dettur blóðugur á jörðina og hofir á sálu hans fjuka burt og fylgir henni eftir og sér þar í fjarska borg mikla rísa og drungi er yfir henni. Því næst er ráðist borg óvinanna.
En ónei hvað sjá mennirnir vígmóðir og særðir? Þrír turnar standa þar snúðugir og blokka alla leið í gegn.
Hmm hetjan er ekki lengi að hugsa sig um og kallað er á tvær sprengivörpur sem haldið er á af fjórum dvergum.
Skjótið!!
BLAAAMMMM!!! Fyrsti turninn fellur og svo annar….. En æj nei skotin í sprengivörpunni eru víst búin! Mennirnir bíða nokkra stund og skipuleggja en svo er ráðist fram!
Allmargir falla með örvar í bringunni en margir komast þó að og byrja að fikra sig upp turninn í stigum meðan hellist olía yfir þá en þeir halda áfram þó þeir sjái allmarga vini sína falla niður stigann ofan í hauginn fyrir neðann. Komast þeir alla leið upp og drepa hina illu óvini sem þrætast við.
Þriðji turninn fellur og þar með er borg óvinanna næstum unnin.
Þeir fara í gegnum dökk stræti borgarinnar og rekast á enga óvini.
En sjá fyrir framan svarta turninn sem er aðal hernaðarlegt markmið manna minna sjá þeir hetju óvinanna lesa af bókfelli. Mennirnir gapa af undrun þegar þeir sjá ljós koma af himni og sjá gríðar stórann loftstein lenda með gríðar krafti fyrir framann sig!
Upp úr gígnum stendur svo logandi vera sem öskrar hátt og mennirnir verða skelfdir og valda því minni skaða en ella.
Kvikindið er allt of öflugt og rífur mennina í sig. Allir galdramenn liðsins byrja að kasta göldrum til að hægja og særa skrímslið. Á endanum hleypur hetjan móts við skrímslið þegar það er komið alveg að galdramönnunum. Hann sveiflar sverðinu og æpir á skrímslið sem tekur einvíginu. Þeir skiptast á höggum með raunverulegum hreyfingum og verja af og til högg óvinarins. Á endanum kastar hetjan silfur lýsandi sverðinu upp í bringu skrímslisinns sem veinar og verður að ösku. Þá verður óvina hetjunni mjög brugðið og flýr ofan í djúpin. Sigur er unninn!


Þetta var það sem mig hafði ávalt dreymt svo lengi um að WC3 væri.
En ég skal segja ykkur hvernig þetta væri nú líklegra.


Tíu Knightar hlaupa fram með tuttugu spell castera sem casta slow á óvinina. Einnig fá þeir extra armor class sem priestarnir gefa þeim. Þeir hlaupa í grúppu af ghoulum sem drepast því þetta er svona paper scissor dæmi að mínu mati og þeir eiga bara engann séns. Því næst kemur Paladin eða whatever inn sem er invulnerable eða eitthvað og drepur heroinn hjá óvininum því hann er með minni líf en hinn. Því næst er ráðist á baseið og það er unnið með dvergum sem skjóta með eitthvað enchanted dæmi yfir sér og sprengja turninn í tuttugu skotum. Næst ráðast þeir inn og ‘Höggva’! byggingarnar niður með sverðunum sínum, en OH hetjan er komin aftur og hún kallar fram Infernal…. ókey hah! ekkert mál sendir bara allan hauginn og það deyr einn maður æj en leiðinlegt! Ókey svo hööögggva þeir aðal húsið niður og hinn gaurinn segir ‘GG’ og disconnectar!

Jæja þetta var bara lýsing mín á því að WC3 er einfaldlega ekki það sem ég bjóst við og því miður kom hann mér ekki ‘vel’ á óvart ég varð fyrir smá vonbrigðum fyrst…. 90 mesta foodlimitið Æj vá Frost Wyrm með 7 og allir vinnumennirnir á upp í 15. Leikurinn snýst núna um hver er sneggri að byggja upp EITT ákveðið unit sem er kannski Banshee sem er leiðinlegasta dæmi í heimi og massa þeim… Eða massa bar yfirleitt er leiðinlegt. Samt eina leiðin til að græða meiri ‘STIG’ á battle.net….. vá maður hvar er metnaðurinn Official Campainið var mjög gott en alltaf pirrast maður útaf þessum göllum!
Alltaf hugsar maður svo. Vildi Blizzard þetta eitthvað hraðasta internet, músasmell og keyboard færnin fest í heimi? Ekkert stragety hér að mínu mati! Maður þarf bara að mergsjúga sama stragetyið aftur og aftur þar til maður getur verið sneggri að drepa óvininn sem er örugglega líka að gera mjög líkt bragð! MASSA!!! ekkert annað kemur til greina en að nota leiðinleg stragety til að vera ekki rushaður eftir tvær mínótur.
Ég veit að þessi grein er asnaleg en ég get ekki lýst því hvernig mér líður um WarCraft betur :( þetta er bara svona enginn ‘Fílingur’! Bara *prump*

ókey ég er hættur…

BÆ!!!

P.s. Mín stærsta von liggur í því að WoW bjargi Blizzard því ef að það kemur annar leikur sem er sama clickfestið og warcraft3 þá bæj bæj Blizzard… I'll miss you…. Your originality and stuff…But the industry made you soft… sorry….but…bye!
Stranger things have happened