Jæja.
Nú er er orðrómur um að Franski risinn Vivendi sé að selja bestu mjólkurkýrnar sínar, Blizzard og Sierra. Bæði fyrirtækin hafa verið rekin með ótrúlegum hagnaði. Allir þekkja Blizzard leikina en Sierra á meðal annars útgáfuréttinn að HL ofl. leikjum sem hafa slegið mörg sölumet.
Hugsanlegir kaupendur eru Sony, M$ og EA. Allir að mínu viti slæmir kostir, en M$ þó skárstur. Sony er mjög gefið fyrir að taka hugbúnað og sjá til að hann sé aðeins gefinn út fyrir PS. EA er klaufabárðafyrirtæki sem klúðrar öllu og ég á ennþá eftir að fyrirgefa þeim fyrir að klúðra Battletech MPBT online. EA er að mestu dáðlaust fyrirtæki sem nýlega sagði upp helmingi starfsmanna sinna og hefur að mestu einskorðað sig við að gefa út EA sport leikina. M$ stendur ágætlega að útgáfu leikja en hætt er við því að í framtíðinni verði Blizzard unnendur að kaupa X-Box til að njóta framtíðar leikja frá þeim líkt og gerðist með HALO.
Besti kosturinn hefði verið Infogrames sem er annað Franskt fyrirtæki og hefur gefið út metnaðarfulla leiki, en þeir eru bara blankir núna þannig að það er lítil von.
Það er bara vonandi að Vivendi sjái að sér og selji allt annað en Blizzard því að þeir hafa haft vit á að skipta sér aldrei af Blizzard og alltaf gefið þeim þann tíma sem Blizzard hefur þurft til að gera góða leiki. Það er óvíst að hinir eigendurnir beri sömu gæfu til.
Persónulega ber ég mestar vonir við VIACOM sem meðal annars á Simon and Schuster sem eru að fara að gefa út EVE. Ef það gerist er von á að það verði eitthvað gert í því að gefa út WC og SC þætti og bíómyndir en VIACOM er þekktast á því sviði.
http://www.reuters.com/newsArticle.jhtml?type=topNe ws&storyID=1906260