Ég gæti kannski sagt ykkur eitthvað varðandi framleiðslu á hlutum úr álblöndum. Aðalspurningin virðist vera hvernig þrykktir stimplar eru framleyddir. þrykkt, forged, sænket, er allt sami hluturinn á misjöfnu tungumáli. Þegar álblanda er þrykkt þá gerist það þannig:
Hráefni sem hefur rétta íblöndun kemur í stöngum, stöngin er svo skorin í rétta bitastærð fyrir pressuna (mótið), bitarnir eru svo hitaðir upp í rúmlega 500 °c og komið fyrir á neðri helmingi mótsins í pressuni og svo kemur efri helmingurinn og PANG!! úr verður eitthvað sem líkist stimpli næst eru hreinsaðar gráður og svo tekur fín vinnan við á þeim pörtum sem þess þurfa, td gatið fyrir stimpilboltan og raufarnar fyrir hringina.
Þrykktur stimpill er sterkari vegna þess að strúkturinn í þrykktu efni er heilli.
Varðandi þyngdina þá getur maður ímyndað sér að, vegna aukins styrks í þryktum stimplum, miðað við steypta, þá sé hægt að spara efnismagnið.
Þakka þér annars fyrir fínar greinar Gulag
Snorri.