þetta snýst ekki um hvernig rörin eru beygð, heldur snýst þetta um að vita upp á hár hvernig collectorinn á að vera, hve löng rörin eiga að vera, hvaða sverleiki osfrv.
Ég er ekki að segja að íslenskir pústkallar viti ekki hvernig á að gera þetta en ég veit það bara að þú þarft að hafa gríðarlega miklar upplýsingar um vélina til að gera þetta rétt, ég reyndi einu sinni að afla mér upplýsinga sem ég þurfti til að smíða flækjur í Corollu GTI en gafst upp, t.d. þarf ég að vita lengd inntaks soggreinar, frá venturi niður að miðju ventils, ég hefði getað mælt þetta en það hefði þýtt að rífa innspýtinguna ofl í burtu,, hafið þið séð pústkallana gera það?
það má vera að það sé til listi einhversstaðar yfir nákvæm mál á flækjum í bíla, kannski að þessir pústkallar séu með þennan lista? fáið að sjá það ef þið eruð að pæla í þessu, og ef þeir hafa ekki lista, spyrjið þá á hvaða forsendum þeir smiða flækjurnar, spyrjið t.d. um hve löng rörin eiga að vera, og ef þið fáið svar, spyrjið þá á hverju þeir byggja þessi mál….