Jæja.. þá var rykið dustað af fræðunum og ákveðið að setja á blað smá upplýsingar um “tjúningar”.
Þessi skrif mín eru ekki, ég endurtek, ekki fræði sem ég hef fundið upp, heldur eru þetta upplýsingar fengnar úr smiðju GM verksmiðjanna í Bandaríkjunum, en þær verksmiðjur eru og hafa verið í fremstu röð í rannsóknum ofl. og starfa mjög náið með öðrum vélafrarmleiðendum s.s. Honda, ofl. Ég bæti inn athugasemdum sem koma frá mér sjálfum inn á milli til að reyna að útskýra betur (vonandi) hvað er að gerast í útreikningum ofl.
Ég geng út frá því að lesandinn viti hvernig vél virkar, enda væri það of langt mál að reyna að útskýra það í svona greinum, og þar sem þau gögn sem ég á, og námið sem ég stundaði er allt á amerísku þá munu ensk orð fá að vera óbreytt í sumum tilfellum, einfaldlega vegna þess að ég nenni ekki að leita að þessum orðum á íslensku, og má vel vera að þau séu ekki til í sumum tilfellum.
Þegar 4-gengisvél er tjúnuð þá þarf að ganga að hlutunum í réttri röð, fyrsta skref er að reikna út Z-Factor.
Z-Factor er hraði bensínblöndunar inni í vélinni og er reiknuð út í hlutfalli af hraða hljóðsins.
0,6 er hámark, þ.e. 60% af hraða hljóðsins. Það er búið að finna það út að bensínblandan getur ekki farið hraðar því þá fer hún að snúast í hringi (turbulence). Þetta er föst tala sem ekki hefur verið hægt að hækka enn þann dag í dag.
Eðlilegt er að Z-Factorinn sé í ca 0,4 til 0,5 í venjulegum vélum, ekki er æskilegt að fara undir 0,4 því þá hættir blandan að fljóta.
Til að finna Z-Factor þá er formúlan eftirfarandi:
Z = (AP/AV) x (Š / 130)
Hehe,, lítið mál? Ok, ég skal útskýra hvað þessar tölur og stafir þýða…
Z = Z Factor…
AP = (Piston Area) þ.e. yfirborð stimpils í mm.
AV = (Valve Area) Yfirborð inntaksventils í mm,
ef það eru fleiri inntaksventlar þá eru allir reiknaðir saman.
130 = Föst stærð.
Š = (Piston Speed) Hraði stimpils.
Nánari útskýringar á Piston Speed.
Š = 2 x Stroke í metrum x (RPM / 60)
Of mikill Piston Speed mun valda því að bensín/loft blanda mun verða turbulent.
Til að finna RPM frá Piston Speed:
RPM = Š / (2 x Stroke í metrum) x 60.
Ef það á að nota Z Factor upp á 0,60 þá þarf L/D ratio að vera 30% eða meira.
L/D Ratio = Lift % af diameter ventils, þ.e. Liftið þarf að vera 30% eða meira af Diameter ventils/ventla.
Þetta er einfalt er það ekki? Hehe.. ok, reynum að taka dæmi:
Prófum að reikna einfalda vél, hérna tek ég dæmi með Suzuki Dakar 600 mótorhjól, það er 1 cylindra, þið kannski munið, blá og hvít torfæru/endurohjól. Þessi hjól snúast að mig minnir í ca 6-7000 RPM orginal.
Bore er: 94 mm, þ.e. AP er samasem 94 mm. (bore x bore x 0,784)
Stroke er: 85 mm (slaglengd)
AV veit ég ekki, það er ekki uppgefið í viðgerðarbókinni en við skulum giska á að hver inntaksventill sé 13 mm í þvermál (13 x 13 x 0,7854) (diam x diam x kvart pí) og það eru 2 ventlar þannig að AV verður um 26 mm. Það er sagt að maður eigi að nota 12.6 mm ventlaskurðartæki þannig að ventillinn er sennilega nálægt 13 mm.
Við viljum láta hana snúast í 8000 RPM.
AP = 94 mm.
AV = 26 mm
Stroke = 8,5 cm (0,085m)
Š = 2 x 0,085 x (8000 / 60) = 0,17 x 133,33 = 22,661
Š = 22,661 (piston speed)
Z-Factor = (85 / 26) x (22,661 / 130) = 3,269 x 0,1743 = 0,569
Z = 0,569 sem er bara ansi gott,,, þið munið max 0,6.. þarna erum við að komast mjög nálægt hámarks Z-Factor fyrir allar tjúningar.
En þið munið að til að geta notast við 0,6 í Z-Factor þurfa inntaksventlar að vera lágmark 30% af bori, sem þýðir að ef bore er 94 mm þá þurfa inntaksventlar að vera minnst 28,2 mm, sem nást ekki í þessum mótor, (26 mm) þannig að ef það á að max tjúna þennan mótor þarf að byrja á því að setja yfirstærð af ventlum, það munar þarna 2,2 mm þannig að stækka hvern inntaksventil um 1,1 mm á að duga.
Þessir útreikningar eru grunnurinn að öllum tjúningum, þá er ég að tala um alvöru tjúningar, margir klikka á því að reyna að snúa mótornum í einhvern RPM án þess að Z-Factor sé reiknaður, og oftar en ekki þá klikkar eitthvað og enginn skilur af hverju þetta virkar ekki. Einnig sjáið þið hérna að tjúningar eru mikil fræði og borgar sig að ganga rétt í hlutina, aftur á móti er hægt að fara skref fyrir skref í þessi mál og gera hlutina eins og á að gera þá.
Ég vona að þessi grein hafi verið fræðandi og athyglisverð, það er meira en að segja það að setja svona á blað og ef viðtökur verða góðar þá gætum við farið í næsta skref í tjúningum sem er loftflæði.
Heimildir:
GM Research center.
Motorcycle Mechanics Institute.
Áhugaverðar slóðir:
Um Z-Factor: http://www.atomox.net/Z_factor.html