Ég var eitthvert kveldið að leikamér að skrifa smá um knastása,þetta er ekkert tæmandi og frekar stutt-Ég veit að þetta er ekki fullkomið en ég hef ekki mikinn tíma til að skrifa svona en ég ætla að koma með betri grein seinna svo ekki sjóta mig allveg stax
Knastás
Knastás er heili vélarinnar sem stjórnar því hvernig hp/tog kúrvan er og á hvaða snúningssviði með mismunandi opnunar og lokunarferlum ventlanna sem hleypa loftinu inn og út úr sprengirýminu og í gegnum heddið og út í pústgreinarnar og stjórnar hvernig lausagangurinn er(idle)
Knastásinn snýst á hálfum véla hraða,gírinn fyrir knastásinn er því helmindi stærri(helmingi fleiri tennur)heldur en sveifatás gírinn
Tíminn (í gráðum) sem lifta er framhvæmd er kölluð ferli kambsins
Til að bera saman tvo ása verða þeir að vera eins við 0.050 opnun til að sjá munun er notast við ferið @.006,því lægra ferli @.006 því mun sneggra ferli.og betra power band.Ef þú veist (advertised duration (.006)) geturu reiknað út hversu snöggt ferlið er.Þú tekur ferlið við .006 og dregur það frá ferlinu @.0.050,ef talar er hærri en 53 er ásinn mildur,frá 53 til 49 er hann voldgur en undir 49 er hann virkilega heitur,ójafn gangur-mikið overlap
Intaksventillinn opnast á undann toppstöðu stimpils en lokast á eftir botnstöðu stimpilsins.
Pústventillinn opnast á undann botnstöðu stimpilsins en lokast eftir toppstöðu stimpilsins
Overlap er þegar báðir ventlarnir eru opnir samtímis þegar stimpillinn er að losa sig við afgasið og er að taka inn nýtt loft(er að hreinsa út)
Duration er mælt í gráðum og segir til um hversu lengi ventillinn er opinn en 360 gráður þá er ventillinn alltaf opinn,því hærra Duration því lengur er vélin að soga inn nýtt loft,ventillinn er opinn lengur
Lift" segir til um hversu hátt kamburinn nær upp fyrir radíus grunnhringsins á kömbunum,semsagt mismunurinn,til að vita liftu og duration með öðrum hlutföllum á rockerum deiliru uppgefinni liftu með hlutfallinu á rockerunum t.d lift .525/1.6 rockers=.328,125 og margfaldas svo með nýja hlutfallinu á rockerunum t.d. .328*1.7=.557,þá er liftan .557 og það sama er gert með Duration
LSA,Lobe seperation angle segir til um muninn í knastásgráðum á miðlínunni á inntaks og púst kambinum,Miðlínan er lína sem er tekinn eftir miðjum kambnum endilöngum,meira Duration þýðir meira overlap
Þegar þú skiptir um knastás þá verðuru að skipta um ventlagorma,því önnur lifta þarf annan stífleika og lengd gorma
Installed spring height:Þá er mæld lengdin frá ventlasæti heddana að utanverðum gormunum að retainernum ofan á gorminum þegar ventillinn er lokaður.
Til að breyta hæð gormanna er sett nýtt sæti,skífu undir gorminn og/eða þykkari retainer ofan á gorminn til að hækka eða lækka hæðina hæðina
Sætis þrýstingur verður að vera réttur til að ventlarnir hoppa ekki í sætunum,ef þeir gera það verður verulegur aflmissir og brotnað getur úr ventlunum(bless bless vél)
Hærri sætisþrýstingur þýðir ekki minni hestöfl
*edit*
Undirlyftustagir:Færa hreifinguna frá kanstásnum yfir á rockerinn sem opnar ventilinn
Til að athuga hvort rétt stærð af undirlyftusaungum sé skaltu taka rockerinn af og lita hausinn(með túss) á ventlinum,setja rockerinn aftur á(stillan rétt) og snúa vélinn nokkra hringi(með höndunum)þegar þú tekur rockerinn af á að vera mjó lína á hausnum þar sem rockerinn snertir ventilhausinn,ef hún er mjó og í miðjuni er stærðin á undirliftunum rétt,ef línan er utarlega eru stangirnar og langar en ef hún er innarlega eru þær of stuttar
Rockerar:Þrýsta niður á ventilhausinn og ventlagorminn til að opna ventilinn,Hærri hlutföll á rockerum hækka duration og lift(sjá utreikninga að ofan)
Symmetrical ferli:Speglun,Þá er hraði ferlisins það sama báðumeginn opnunar og lokunar ferlið á kambinum og skipt náhvæmlega til helminga við centerlinið/miðlínuna
Asymmetrical: þá er ferliið á kambnum tvískipt,opnunarferli kambsins er hraðara/hægar en lokunarferlið(tvískipt ferli)