Hérna má sjá Santa Fe frá Hyundai sem að mér þykir mjög vel heppnaður bíll og stórt skref áfram frá gamla bílnum, hef yfirleitt ekki verið hrifin af bílum frá þessum framleiðanda en þessi þykir mér mjög fallegur.
Hér eru svo helstu tölur fyrir bílinn:
Vélar eru fáanlegar frá
2.7L 185 hp V6
3.3L 242 hp V6
2.2L 150 hp Diesel I4 (Ekki fyrir norður Ameríku)
Lengd: 177,2 in.
Breidd:72,7 in.
Hæð: 66,0 in.
Gírar: fjögura þrepa sjálfskipting.
5 gíra beinskiptur.
5 þrepa sjálfskiptur.
Sjá má á intréttingunni að gæðin hafa aukist töluvert frá eldra módelinu og má þá nefna “lexus” mæla sem eru bláir LED mælar.
Öryggið er stórgott með miklu magni af vel staðsettum loftpúðum og og bíllin hefur verið hlaðin alls konar akstursbúnaði sem gerir hann öruggari í umferðinni. Ber að nefna ESC, ABS er auðvitað staðalbúnaður.
Stórgóður bíll sem ég mæli með að allir kynni sér. (það eina fallega sem komið hefur fá Hyundai lengi hehehe)