Já, C63 er vissulega sambærilegastur samkvæmt flokkun, nákvæmlega sami bíllinn að því leytinu til, en þar sem M3 er tveggja dyra og CLK er basically bara 2 dyra C class þá verð ég eiginlega að segja að CLK63 sé samt sambærilegri M3 ef maður lítur framhjá flokkuninni.
Bætt við 27. ágúst 2009 - 02:50
En jújú ég er alveg sammála því að það er nánast allt sambærilegra en þessir 2 á myndinni…
Það má hinsvegar vel segja að þetta séu þeir bílar hjá hvorum framleiðandanum fyrir sig sem eru táknrænastir fyrir það sem tegundin snýst um, það er að segja að Benz einbeitir sér meira að þægindum, öryggi og að einhverju marki endingu og þróun á endalaust af tækni til að ná þeim markmiðum, á meðan BMW einbeitir sér meira að frammistöðu bílanna á braut og svoleiðis, án þess þó að gefa mikið eftir varðandi þægindi og öryggi.