Hér ber að líta Mercedes Benz 190E 2.5-16 Cosworth Evolution II, 2.5L 4cyl mótor 235hp 245nm 0-100 7.1sec. DTM(Deutsche Tourenwagen Meisterschaft??) kappakstursbíl frá 1990, sigraði DTM kappaksturinn nokkur ár, en virðist falla í skuggann á BMW E30 M3 DTM, þó ótrulega megi virðast. 502 eintök framleidd. Kannski ekki fljótasti bíllinn á götunni en út á það gekk DTM :)
Ef þú segir að nýrun hjá BMW breytist lítið, þá þarftu að láta skoða í kollinn á þér. ;)
Annars er þetta ekki fallegur bíll, kappakstursbílar eru það mjög sjaldnan. Hinsvegar er hann næstum ótakmarkað svalur, sem er auðvitað allt annað mál.
Það eru nú nokkrir Bæði Evo I og Evo II á mobile.de og allir á frekar viðráðanlegu verði miðað við framleiðslufjölda. Reyndar eru 2 bílar sem voru notaðir í DTM og eru því mun verðmeiri en það eru nokkrir Evo I sem eru á 10-15.000 Evrur og Evo II á 15-30.000 Evrur, sem er ekki mikið miðað við svona bíl :)
Götubíllinn var ekki með svona risa stuðaralippi, og var á mun flottari felgum ;)
Langflestir DTM bílar eru guullfallegir í dag, en samt hefur þessi verið ávallt í miklu uppáhaldi hjá mér. Sérstaklega vegna þess að hann er í Gran Turismo 4 og er meira að segja mjög góður bíll þar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..