peugeot 205 gti bílarnir voru bæði til í 1.6 og 1.9 útgáfum, þessir bílar eru þektir fyrir að vera með þeim vinsælustu “hot hatch” bílum frá því 1980 og eru það en í dag.
Þeir eru örlítið erfiðari í beigjum en nútíma bílar, aðalega útaf því að þessir bílar eru einganveginn með neina “driver assist” tölvu búnaða og eiga til með að oversteera í erfiðum beigjum, en ef hann er í höndum á góðum bílstjóra er hann frábær á þröngum og erfiðum brautum, eða eins og Geremy Clarksson sagði “Í erfiðum brautum stingur hann af bíla eins og Lambourgini Diablo og Ferrari bílana”.
Hann er einnig þektur fyrir að hrella Porche bílana fyrir að höndla svona vel, en Porche hafa mikið lagt í að ná bílunum í gegnum beigur eins hratt og möfulega er!
Munurinn á 1.6 bílunum og 1.9 var aðalega nokkrir partar í innspítingunni, olíukælir og stærri sinlítrar (1.9), síðan var 1.9 með leður að innan og á 15 tommu felgum en 1.6 var með 14 tommu, 1.9 var með diska bremsur allan hringinn en 1.6 var bara með diska að framan.
1.6 var mjög þekkt fyrir að vera mjög fljót upp og aggresív en 1.9 var frekar latari og torkaði meira, en ekki miskilja mig þar því að 1.6 var bara með hestafla tölu frá 105 upp í 115 (fór eftir árgerð), á meðan 1.9 var með allt frá 122 hö upp í 128 hö.
þó svo að þetta séu frekar lágar hestafla tölur þá eru frakkar þektir fyrir að láta vélarnar sínar vinna mjög vel, eða fáránlega vel og síðan er þingin á þeim ekki nema 880 kg á meðan margir bílar í dag eru að nálgas 1 og 1/2 tonn.
Mig hefur alltaf dauð langað í 1.9 bílinn síðan ég átti 1.4 favorit sem mér til mikillar undrunar tók mmc eclips, ég helld að gaurinn í eclipsinum hafi líka verið hissa :P
Ef þú trúir ekki hversu brjálaður þessi bíll er mæli ég með að þú talir við einhvern sem á svona bíl og byðjir um að fá að sita í bílnum með honum, hann á ekki eftir að leifa þér að keira hann ;)
þakka þér fyrir lestur, afsaka stafsetningu og gangi þér vel :)