Tesla sportbíllinn:
http://www.teslamotors.com/ er þegar kominn á markað og fyrstu eintökin voru seld núna 2008. Hann myndi kosta um 15 miljónir kominn til landsins ef einhver myndi flytja hann inn (98.000$ í USA). Hann er 250 hestöfl, afturhjóladrif, 3,9 sek uppí hundraðið, kemst 390 km á hleðslunni og tekur 3 og 1/2 klst að fullhlaða.
Lightning GT:
http://www.lightningcarcompany.co.uk/ er breskur supercar sem mun koma á markað fljótlega. Mun líklega kosta 25-30 miljónir kominn á klakann (150.000 pund í bretlandi). Hann er rúm 700 hestöfl, fjórhjóladrifinn með einu fullkomnasta traction control kerfi í heimi, 3,5 - 4 sek í hundraðið, kemst 400 km á hleðslunni og útaf nýrri gerð batterýa tekur bara uþb 10 mínútur að hlaða græjuna.