Smá auka um þennan,
5.0 vél, þróuð frá audi 2.5L 5Cylendra vélonum, einnig er stærri útgáfan (5.2) í high rev útgáfu í Lamborghini, þannig að þetta er sama vél eða sama block með annað innihald.
Það sérstaka við þessa vél er þjöppunarhlutfallið sem er frekar hátt á við forhlaðna vél að vera eða : 10.5:1 , þetta mun gera tjúnera á borð við MTM frekar erfitt fyrir en gamla 2.5cylendra vélin var algjört yndi þegar komið var að því að tjúna hana, vel balensuð og sterkbygð.
En tjúnerar láta þetta ekki stoppa sig, MTM hefur gefið út 730hp útgáfu af RS6, en þá býst ég við því að það séu nýjir stimplar sem breyta þjöppunar hlutafallinu og líklega speiserar á heddið.
Hún er að toga 650nm við 1500-6250rpm sem er reyndar aðeins minna en Porsche GT2 sem er 683.91nm, en þó bara 2,200-4,500 rpm sem veldur því að Posrschinn er bara 530hp meðan Audinn slefar í 580hp miða við reikning bak við tog/rpm : hp.
Boðið er upp á 2 gerðir dekkja ganga. 255/40 R19 - 275/35 R20
En ef valið er “Carbon Ceramic Brakes” þá kemst bara undir 20“ felgur, því að diskarnir eru 420mm í þvermál, sem er HUGE,
Fjórhjóladrifið hefur verið aðeins ”tjúnnað" og því skilar hann núna 60% í afturhjól og 40% í frammhjól og er breytanlegt eftir gripi bílsinns.
Fjöðrunarkerfið er með því betra sem gerist, sjálfvirk hæðarjöfnun á honum, og kerfi sem réttir hann af í beygjum á að breyta aksturseiginleikunum til muna.
Eins og flestir vita, þá eru vélarnar í audi flestar fyrir framan frammhjól, sem gerir það að verkum að auðveldara er að gera gírkassa fyrir þá þar sem þeir eru með allir frammdrif, og því er outputtið fyrir frammhjólin fremst á kassanum rétt við sving hjól, það gerir samnt að verkum að bílinn er þyngri að framan en margir aðrir eins og , BMW og Benz, sem eru með afturdrif og vélina aftar. En Audi hefur með t.d. betri bremsum, fjöðrunarbúnaði og breyttu fjörhjóladrifi gert þennan bíl frábæran í akstri eða svo er sagt (Top Gear og fl.)
Bílinn er 2 tonn svo gæta má að hann er á þyngd við jeppa.
Ég sjálfur er að vinna hjá HEKLU, og bíð bara eftir þvi að þessi komi til landssinn svo ég geti prófað hann ;)