Þessi bíll kom fyrst út árið 1995 undir nafninu S40 (station útgáfan hét og heitir V40).
Þeir voru smíðaðir í Nýjasjálandi, þessvegna telja sumir hann ekki vera úr Sænsku gæðastáli en þeir um það ;)
Árið 2000 voru bílarnir endurbættir (Phase II) og voru þá nokkrar tæknilegar breytingar kynntar. T.d. meira öryggi, stærri bremsudiskar, ný fjöðrun að framan og stýrisbúnaður, fjöðrunin að aftan var endurbætt, stærri dekk og “fótsporið” (track width, veit ekki hvernig ég á að þýða þetta) var víkkað aðeins.
S40 bíllinn kom með 4 strokka vél, 1,9 Lítra dísel, 1.6, 1.8, 2.0 lítra og 2.0 með túrbínu. 1.9 lítra vélin var sú eina sem var fáanleg í Bandaríkjunum.
Einnig var þessi bíll sá fyrsti til þess að fá fjórar stjörnur Euro-NCAP prófunum.
Mér finnst þessir bílar frábærir og ef einhver veit um S40 (beinskiptan) árg 00 til 02 sem er til sölu þá má sá hinn sami endilega hafa samband við mig.