Nýja Subaru Boxer Diesel vélin Erfitt að finna góða mynd af vélinni :/

Copy/Paste af www.subaru.is

Nú í byrjun júní er von á fyrstu dísel Subaru bílunum til landsins. Beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu að Subaru komi með díselvélar og nú er sú bið senn á enda. Sérfræðingum Subaru tókst að hanna byltingarkennda vél sem ber af á mjög mörgum sviðum. Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem Boxer díselvél kemur í fólksbíla og kostirnir umfram hefbundnar díselvélar eru ótvíræddir eins og greinilega kemur fram hér að neðan:

-Frábært upptak
-Gríðarlegt tog á lágum snúningi
-CO2 útblástur í lágmarki
-Mjög lág eldsneytiseyðsla
-Hljóðlátasa díselvélin í sínum flokki
-Mun léttari og stöðugri en aðrar vélar
-Skilar bílnum fullkomnu jafnvægi og lágum þyngdarpunkti
-Mun minni titringur en í öðrum díselvélum

Það er því augljóst að hér á ferðinni er einstakur kostur sem skapar algjörlega ný viðmið í flokki díselbifreiða. Mikið tog og kraftur ásamt sparneytni var haft að leiðarjósi við hönnun vélarinnar og er hún að skila 150 hestöflum (2000 cc.) og 350 Nm togi við aðeins 1800 snúninga á mínútu. Þrátt fyrir þetta mikla afl er uppgefin eyðsla aðeins 5.6 lítrar í blönduðum akstri sem er hreint ótrúlegt.

Gagnrýnendur í erlendum blöðum og tímaritum hafa hlaðið bílnum lofi og alveg ljóst að hér er á ferðinni spennandi viðbót við hina margrómu Subaru bifreiðar sem hafa sannað sig til fjölda ára við íslenskar aðstæður.

Í fyrstu mun díselvélin verða boðin í Subaru Legacy Sedan ásamt Subaru Outback.


Video af vélinni idle: http://www.youtube.com/watch?v=uo9wRfd4QkI