
Þegar bíllin þeirra var við það að taka þátt í alþjóðarallinu kom út Audi quattro með fjórhjóladrifi og hættu Mercedes-Benz þá við að taka þátt í rallinu, því að þeir vissu að þeir ættu ekki séns í fjórhjóladrifnu bílana.
Eftir alla vinnuna sem þeir lögðu í þennan bíl þá ákváðu þeir að henda ekki hönnuninni í ruslið heldur gáfu þeir hann út sem framleiðslubíl fyrir lýðinn. Þá var hann reyndar bara í kringum 200 hestöfl en var það talið mikið afl miðað við framleiðslubíl árið 1988. Bíllinn seldist ekkert rosalega mikið útaf mjög háum verðmiða en í dag er þessi bíll “collectible” ef ekki safngripur.
Upplýsingar fékk ég hjá félögunum úr Top Gear og á Wikipedia.