Ég keyri um á Rav4, fínasti bíll fyrir utan að eldsneytiseyðslan á honum er óeðlilega mikil af Toyota að vera, enda er hann ekki alveg nýr, 2003 árgerð, svo ég keypti hann 4 ára gamlan, gamall bílaleigubíll og síðan vinnubíll hjá 365, ég er fyrsti einstaklingurinn sem á hann. Pústkerfið var orðið mjög illa farið þegar ég keypti hann. En mikil ósköp sem hann fer þrátt fyrir að vera ekki hærri en hann er. Er búinn að keyra hann 28 þúsund á þessum tæpu 8 mánuðum sem ég er búinn að eiga hann.
Fær hiklaust háa einkunn hjá mér, þó ég muni nú sennilega fara í jeppana næst þegar ég fæ leið á þessum.