svo rangt. Porsche 924 átti að vera raunverulega að vera project frá Volkswagen, hannaður af Porsche undir samningi við VolkswagenAudi Group. En þegar Audi hætti við framleiðslu á 924 bílnum í staðinn fyrir þeirra eiginn Audi Quattro Coupé, keypti Porsche hugmyndina af bílnum frá þeim. Það er satt að 924 bíllinn var með 2 lítra vél úr Volkswagen sendibíl. Sölur á 924 gengu ekki vel sökum kraftleysis og hás verðs þess tíma, svo Porsche ákvað að hanna aðra kynslóð þessa bíls, sem varð 944 bíllinn. Porsche fleygði út Volkswagen vélinni og kom með sýna eigin 2.5 lítra inline vél, sem var byggð á V8 vélinni úr 928 bílnum. Við framleiðslu 944 bílnum var breytt boddíinu til muna, bremsukerfið og fjöðrunin var bætt auk þess að ný innrétting var kynnt.
Þannig að skyldleiki þessa bíls við Audi sem var kannski mikill í upphafi, var orðinn að engu þegar 944 kom á markað.