Þetta er Porsche 944 Turbo S. Að mínu mati fallegasti Porsche sem framleiddur hefur verið. Ég og vinur minn erum að fara til Þýskalands í sumar að ná í sitthvort stykkið af svona eða bara Turbo. Smá info: Hestöfl 250 Tog 250 lb. ft. 0-100 5.5 sekúntur kvartmíla 13.9
Það skemmtilega við þennan bíl er að þyngdardreyfingin er 50/50 á hvorn öxul, sem gerir það mjög auðvelt að drifta á þessum bíl.
áttu virkilega “Turbo S”??? Það er svolítið magnað því mig minnir að það hafi bara verið framleiddir 2500 eintök af Turbo S en eitthvert árið, minnir 1989 hafi allir Turbo bílarnir verið búnir S búnaðinum…
porche voru búnnir að hanna þessa bíla í dágóðan tíma en ákváðu að hanna bíl fyrir fátæka manninn 944 :D bíll sem liti út eins og porce en audi hannaði vélina til að lækka kosnaðinn og ofaná það skert gæði að innan, audi í porche dulargervi :D
svo rangt. Porsche 924 átti að vera raunverulega að vera project frá Volkswagen, hannaður af Porsche undir samningi við VolkswagenAudi Group. En þegar Audi hætti við framleiðslu á 924 bílnum í staðinn fyrir þeirra eiginn Audi Quattro Coupé, keypti Porsche hugmyndina af bílnum frá þeim. Það er satt að 924 bíllinn var með 2 lítra vél úr Volkswagen sendibíl. Sölur á 924 gengu ekki vel sökum kraftleysis og hás verðs þess tíma, svo Porsche ákvað að hanna aðra kynslóð þessa bíls, sem varð 944 bíllinn. Porsche fleygði út Volkswagen vélinni og kom með sýna eigin 2.5 lítra inline vél, sem var byggð á V8 vélinni úr 928 bílnum. Við framleiðslu 944 bílnum var breytt boddíinu til muna, bremsukerfið og fjöðrunin var bætt auk þess að ný innrétting var kynnt.
Þannig að skyldleiki þessa bíls við Audi sem var kannski mikill í upphafi, var orðinn að engu þegar 944 kom á markað.
ok, ég vona að þetta sé rétt hjá þér vegna þess að þetta var frekar sorglegt skref sem að porche tók með að notast við audi tækni á þessum tíma, það lýtur út fyrir að þú hafir stúderað bílinn eithvað en þegar ég sá hann hugsaði ég bara audi…. :D
Jæja,, Það eru nokkrir gamlir porsche Bílar á mínu heimili og þar af eini 89 Turbo bíllinn á landinu,, Rauður eins og þessi létt modifieaður!!!
Að Flytja inn 88 S bíl eða 89 turbo er eitthvað sem þú færð ekki inn á 1.1. til 1.3. eins og var nefnt hérna fyrir ofan!
Þetta geta verið hrikalega dýrir bílar! og fá ódýran svona bíl sem þarf viðhald mun alltaf vera dýrt,,, Það eru rosa fáir hlutir ódýrir í þetta dót!
Ef þið viljið sjá hvernig svona græja virkar þá kíkiði bara á youtube og skrifið F2 Iceland og þá fáiði svoldið af action myndböndum af Turbonum okkar!
Þú ættir að athuga “Gefa álit” fítusinn á þessari síðu ;-) Ég hafði perónulega ekki beðið um þessar upplýsingar og hef voðalega lítið með þær að gera heh:-)
Maður verður að leita í kringum sig. Ég er með gæja sem býr í Þýskalandi og er að flytja inn bíla bara eftir pöntunum og ég bað hann um að tjekka á einum svona 944 Turbo (reyndar ekki S) sem væri vel farinn og hann fann 3 bíla sem voru í toppstandi, alveg original á þessu verði fyrir mig.
BTW. Sá um daginn vídjó af driftkeppninni sem þú sigraðir um árið, F2 bíllinn er án efa með svalari bílum landsins. Leitt að maður sjái hann svo sjaldan. QT betri eða?
F2 944 bíllinn er nú bara inní skúr í turbovæðingu,, þessvegna hefur hann ekkert verið á götunni,, Það verður farið af afli í hann í vetur,, QT er annars hrikalega góður bíll,, enn ég á hann því miður ekki,, heldur konan mín hehe
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..