Mercedes-Benz C63 AMG Þetta er nýji 2008 Mercedes-Benz C63 AMG. Tekur við af fyrri AMG C-class bílnum C55 AMG.
Bíllinn er búinn 6.3 lítra (6208cc) V8 vél sem skilar 451 hestafli og 443 lb-ft af torki. 0-100 kmh á 4.5 sekúntum og endahraði (limitaður af tölvu bílsins) er 253 kmh/klst.

Þetta body af C-classinum(W204) er það þriðja í röðinni, og að mínu mati það fallegasta. C-classinn kom fyrst á markað árið 1993 með W202 bodyið sem ódýrasta lína frá Mercedes-Benz. Hann var einnig sá minnsti sem Benz hafi sent frá sér og hlaut strax mikilla vinsælda. AMG breytingafyrirtækið varð sameinað sem deild innan Daimler-Benz fyrirtækisins árið 1996 og gáfu út fyrsta performance bílinn saman sama ár, C36 AMG. C class bíllinn var svo vinæll að Benz þorðu ekki að breyta honum fyrr en 2001, en þá kom út C class W203. Vinsældir voru stöðugar áfram og var komin mikil samkeppni á þessum markaði, sem BMW 3-series hafi krónað á áður.

Nú er C-classinn orðinn fullorðinn, kominn á fermingaaldur og er farinn að fá svip með forverum sínum, S-classinum og E-classinum, sem sínir sig aðallega í fram- og afturljósunum. Einnig er hann kominn með stórt undir sér, heil sexþúsund kúbik af V8.