Mercedes Benz 600 SEL Þessi bíll er the real thing. Frá 1991 þegar þessi bíll kom fyrst til 1993 var 600 bíllinn búinn V12 vél sem skilaði hátt upp í 410 hestöflum.

Faceliftið kom á þá 1994 og þá skilaði 6 lítra V12 vélin 389 hestöflum.

Gírkassana var hægt að fá 4 og 5 gíra sjálfskipta.

Það sem einkennir þessa bíla er að þeir eru búnir mörgum af nýjum tækniundrum sem bílar í dag eru með. Það var hægt að fá þá með nálægðarskynjurum, parktronic, spólvörn (ASR), skriðleikavörn (ESP), sem og að ABS, SRS og tvöfallt gler í öllum rúðum.

Þessa bíla var hægt að fá með rafmagni í öllu; sætum, rúðum og svo skottloki. (Rofi inn í bíl sem opnar skottið).

Eitt af því sem aldrei hafði sést áður á fólksbíl voru lítil “kjánaprik” sem komu upp úr afturbrettunum þegar bíllinn var settur í bakkgír, til að staðsetja afturendann fyrir ökumann. Það gerir það að verkum að þægilegra er fyrir ökumann að staðsetja bílinn meðan bakkað er.

Þetta boddý W140 tók við af gömlu S classinum, W126 boddýið (1980-1990) sem nóg er til af enn þann dag í dag, enda virkilega vel smíðaðir bílar.

W220 boddýið kom svo seint árið 1999 og var við lýði sem flaggskip Mercedes til 2006 en þá tók W221 við með eitt allra fallegasta Benz boddý sem fram hefur komið.