Ég er hræddur um að ég verði að vera ósammála þér.
Það var ekkert of gáfulegt hjá honum sem gerði myndina að hafa V6 í staðin fyrir V8 finnst mér, en í Bandaríkjunum er yfirleitt litið á flesta V6 bíla frekar sem hversdags-bíla en ekki sportbíla, í síðarnefnda er notað V8 (eða hækkað fjölda strokka ennþá meira).
V6 Mustang er alls ekkert slæmur bíll að mínu mati, en ég myndi ekki flokka hann sem sportbíl.
Ég tók eftir því að þú hefur Audi TT í undirskriftinni þinni. Það er enginn rosalegur munur á því afli sem V6 í Mustang og V6 í TT framleiða beint úr verksmiðjunni, en í TT er það besta útgáfa bílsins. (210 hp vs. 250 hp)
Svo má líka nefna tvær fínar V6 vélar sem ég kannast við og koma frá Bandaríkjunum. Ein þeirra er LB4, sem var t.d. að finna í GMC Typhoon, en með hjálp túrbínu náði hún 280 hp (bíllinn hefur samt mælst yfir 300hp á dyno), en þessi jeppi var framleiddur árin ‘92-’93.
Hin vélin er LLT vélin sem er notuð í '08 Cadillac CTS og STS, en hún er 304 hp án túrbínu eða supercharger.
-“What's the first thing you feel when you shoot a civilian? -Recoil”