Þetta er bíll sem Mercedes Benz og AMG áætla að verði komin á markað árið 2010. Þetta er ekki bara concept bíll, heldur segjast þeir ætla að byrja að framleiða hann 2009.
Hann á að taka við af SLR bílnum og á að vera mikið þægilegri og auðveldari í akstri.
Hann verður með 6,2 lítra turbóvæddri v8 vél frá AMG
Þó svo að þessi bíll sé nú nokkuð líkur Audi R8 (sem að mér finnst vera mjög flottur) þá verð ég nú að segja að mér finnst þetta vera virkilega ljótur bíll.
Ég er víkingur og ég þekki fleiri víkinga svo að þú skalt vara þig.
Veistu mér líst ekkert á blikuna núna. Í fyrsta lagi þá sýnist mér vélin vera afturí í þessum bíl, auk þess sem Benz eru að skilja McLaren útundan núna ef þessi á að taka við af SLR. Það góða við SLR McLaren var einmitt McLaren og front-mid vélin í bílnum. Þessi bíll á kannski eftir að performansa betur, en er þetta eitthvað sem Benz getur gert á eigin spýtur? Einu sinni er alltaf nýtt segi ég nú bara…
já, ég er greinilega ekki sá eini sem er ósáttur við þetta :/ finnst frekar weak af þeim að hafa sömu vél í þessum og er í nýja C63 AMG bílnum, er ekki viss hvort hún er 6,3 eða 6,2L en breytir ekki.
Vá hvað það vantar allt ímyndunarafl þarna í hönnunardeild hjá MB, þetta er alltof líkt R8 bílnum. Hann mun aldrei eiga séns í R8, hún er of falleg og handlar of vel.
Ef Benz ætla að láta þennan í staðinn fyrir Slrinn þurfa þeir ða poppa upp vélinni og breyta útlitinu. mér finnst persónulega þetta útlit ekki eiga við benz og mér finnst Slr mun flottari bíll.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..