Þetta er Ariel Atom. Hann er handsmíðaður af litlu fyrirtæki í Bretlandi sem hefur verið að hanna mótorhjól til fjölda ára, en hefur nú komið með bíl. Þetta er hinsvegar enginn venjulegur bíll. Hann inniheldur vél úr Hondu Civic Type-R en inniheldur einnig Supercharger sem gerir það að verkum að hann er að búa til 300 hestöfl. Hann er ekki nema 456 kg. að þyngd sem þýðir að hann er meira en 600 hestöfl á hvert tonn, sem er meira en Ferrari Enzo. Hann hefur 6 gíra + bakkgír og ef maður getur skipt um gír nógu snökkt, þá er hann 2,7 í hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Það gefur honum þriðja sætið í fljótustu framleiðslubílum heims, Bugatti Veyron í fyrsta - 2.2 og Ultima GTR - 2.6 sec. Sem er frábær árangur miðað við að bíllinn kostar ekki nema 4.4 milljónir króna, og það besta er, hann er götuleyfður.
Hann hlaut verðlaun árið 2005 er hann etjaði kappi við Porsche Carrera S, Ford GT, BMW M5 og fleiri, en keppnin fólst í því að fara frá 0 uppí 160 km/h og aftur niður í 0. Ariel Atom varð fyrstur til og náði þessu á aðeins 10.88 sekúntum. Þessi bíll er svo sannarlega á óskalistanum mínum um þessi jól.