1.Rétt að STI er verksmiðjubreyttur bill, eins og SRT hjá Chrysler, SVT hjá Ford og AMG hjá Benz… Engu að síður ekki tjúnaður frá því að hann hefur komið frá verksmiðjunni. Var einfaldlega að sýna að til þess að bíllinn gæti orðið sambærilegur þessum Ameríska, sem er með stærri vél, þá þyrfti að bæta öllu þessu á hann og hann eyðir um það sama, svo bensín-nýtnin er ekkert betri í þessum Japanska.
2.’05 3.7l Cherokee-inn var mældur í tölvunni, og skv. því sem er sett á hann þegar er fyllt á hann þá stenst það og skekkjan getur ekki verið mikil.
Eyðsluna á ’06 5.7l Cherokee-inum sá ég í tölvunni, en þar sem hann er svipaður og ’05 held ég að tölvan hafi ekki verið mikið að ljúga (uppgefin eyðsla á honum á netinu er 16.8l á hundraði).
Þegar ég spurði vinnufélaga minn sem á 5.2l Cherokee-inn um eyðsluna sagði hann eitthvað líkt og: “Ég var einmitt að mæla eyðsluna um daginn”, og þá efast ég um að hann sé að tala um tölvuna. En google-leitin mín gaf líka upp 17 lítra á 100 eyðslu á þessum bílum.
3.Rétt að Mustang og Trans Am eru í sportlegri kantinum (pony og muscle). Var einfaldlega að bera saman nýtni véla götubíla… svo voru lúxúsbílar Cadillac og Audi bornir saman neðar.
4.Kannski að ég hefði átt að bera saman S8, en hann er kallaður “Audi's high-performance flagship sedan” en STS-V er kallaður “Cadillac's luxury performance sedan”… A8 er kallaður “Audi's flagship luxury sedan”.
En allavega, ef við berum saman S8 við STS-V fáum við út svipaðar niðurstöður
Enn og aftur er STS-V-inn með þessar tölur:
STS-V: 4.4l 8 strokka vél. 469 hp. 0-100: 4.9 sek verð byrjar í (nýr) Eyðsla: 16mpg (14.7 l/100 km)
S8 með þessar:
S8: 5.2l 10 strokka vél 450 hp. 0-100: 5.1 sek Eyðsla: 15mpg (15.7 l/100 km)
Varðandi verðið á S8, þá átti ég erfitt með að finna góðar upplýsingar um það, en skv. msn.com er MSRP á ’07 S8 $92.000, en á sömu heimasíðu er MSRP verðið á ‘08 STS-V $76,665 og á ’07 STS-V $75,010 (verðið á STS-V sem ég birti í fyrri pósti mínum var frá www.cadillac.com)
En já það er rétt hjá þér að við getum örugglega haldið áfram endalaust. Ég er ekki alveg sammála vopnahlés-samnings-skilyrðunum þínum, en við getum samt látið kyrrt liggja við það að mér líkar við Ameríska og þér við Þýska. Hins vegar spratt þessi deila fyrst upp úr því að þú hélst því fram að “nýtni” Amerískra bíla væri slæm, og mér þætti það áhugavert hvort að það sé ennþá skoðun þín. (ef svo er væri það gaman að fá nánari útskýringar).
-“What's the first thing you feel when you shoot a civilian? -Recoil”