Já þetta er semsagt fyrsti bíllinn minn og fæ ég hann um mánaðarmótin. Þetta er Hyundai I30. Annað: 1,6 CVVT 4 cyl. 90 kW (122 hö) við 6.200 sn.m og 154 Nm tog við 4.200 sn.m. http://www.hyundai.is/is/nyir_bilar/i30/almennt/
Með þeim fáu Hyundai sem að líta ekki út fyrir að vera 10 árum á eftir öllum öðrum bílaframleiðendum. Hann er jafnvel flottur og mun eyða engu. Góður skólabíll maður.
Rúmar 2 millur í fyrsta bílinn? Þetta finnst mér rugl. Ef ég ætti svona mikinn pening myndi ég frekar kaupa mér bíl á svona 800 þúsund mest og nota restina af peningnum í eitthvað annað.
Huyndai á 2.18mills, úff. Frekar myndi ég splæsa á eins árs gamlan Opel Astra opc eða nýjan corsa opc eða svona 20 aðra bíla áður en ég myndi fjárfesta í Huyndai.
þá borga ég x mikin pening í ákveðið langa tíma(oftast eru reksrarleigur með 1.árs eða 3. ára samninga)og eftir þann tíma skila ég bílnum, kaupi hann eða framlengi samningnum. (í stuttu máli: Fæ bílinn lánaðan frá umboðinu í ákveðið langan tíma)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..