Specs:
Audi A6 Quattro 2001 model USA týpa
Orkugjafi: bensín
Sjálfskipt sportskipting /m steptronic
4.2 lítra V8
300 hestöfl
Fjórhjóladrif
1792 kg.
——–
Útbúnaður:
6 diska magasín
Glertopplúga
Hiti í sætum frammí og afturí Hleðslujafnari
Cruize control
Kastarar með Ice-blue perum
Digital áttaviti í baksýnisspegli Rúskinnhvítt leður
Litað gler
Bakkskynjarar
Framsæti rafdrifin með 3ja stöðva minni Sílsavindskeiðar
Xenon aðalljós
Bose græjur
Innbyggður 3ja stöðva bílskúrhurðaopnari
Innbyggður customizeraður radarvari
——–
Reynslusagan:
Ég lenti í bílslysi aðfaranótt laugardagsins 6. október síðastliðinn. Ég var drukkinn undir stýri, keyrði utaní vegrið á lítilli brú, fór uppá vegriðið og steyptist með framendann á undan ofan í grunna á 5 - 6 metrum fyrir neðan og lenti á þakinu.
Ég var ekki í belti og fékk slæmt högg á höfuðið, en ég hef trúlegast farið með andlitið í gegn um hliðarrúðuna bílstjóramegin frammí þar sem vinstri andlitið á mér var í hakki eftir þetta. Svo fékk ég mjög djúpt og gapandi gat á hausinn sem var þó ekki nema 3-4 spor.
Ég steinrotaðist inni í bílnum við þessa byltu, en á einhverjum tímapunkti rankaði ég við mér, náði að skríða út úr bílnum og hlaupa í heimahús hjá vini mínum u.þ.b. 500 metra í burtu. Þá var ég frekar illa á mig kominn, kaldur og blautur af því að hafa legið inni í bílnum með ána streymandi í gegn um hann, gapandi sár á hausnum sem bókstaflega sprautaðist blóðið út úr (útaf hlaupunum, hjartslátturinn var kominn á fullt, ég var ekkert að hlaupa hægt) og andlitið alblóðugt og rispað fullt af glerflísum.
Ég sé mikið eftir þessum bíl, þar sem þetta var sá eini á landinu, einungis er til einn station A6 sem er nákvæmlega eins og þessi. Einnig var hann fokdýr og ölvunarakstur gerir tryggingafélögin mjög glöð. :)
En ég hefði getað farið mun verr, ég hefði auðveldlega getað dáið. Ef ég hefði ekki verið á svona stórum, öruggum og sterkbyggðum bíl þá hefði ég trúlegast ekki sent þessa mynd inn því þá væri ég dauður. Hinsvegar er bíll bara hlutur og hann er hægt að bæta upp með tímanum. Ég slapp alveg ótrúlega vel, braut ekkert, slasaðist ekkert varanlega og er vel á leið með að ná mér að fullu líkamlega. Andlega hliðin grær því miður ekki jafn vel.
***************
Hafið þessa mynd og þessa frásögn í huga næst þegar þið setjist undir stýri í glasi, hvort sem það er bara til að færa bílinn aðeins úr stað, eða til að keyra heim af djamminu. Vinurinn getur fært bílinn fyrir þig þó það sé meira vesen og leigubíllinn verður fljótt ódýrari kosturinn þegar þú keyrir út af og rústar bílnum. :)