Sammála Palla.
Skil ekki afhverju nokkur maður mundi kaupa sér Porche Cayenne Turbo S í staðin fyrir Jeep Cherokee SRT8.
Cherokee SRT8 er nokkuð hraðskreiðari, 0-100km/klst undir 5 sek, hef heyrt 4.8 sek. Hann kostar líka mikið minna, eða 5.850.000 nýr hjá Sparibíl. Hann lækkar líka ekki jafn mikið og Cayenne í verði þar af leiðandi.
Svo þykir mér Cherokee lýta mikið betur út heldur en Cayenne, þ.e. Cayenne er eiginlega of kvenlegur að mínu mati, og Þetta grill er glæpur gegn mannkyninu.
Cherokee SRT8 á víst einnig að vera betri í utanvegarakstri en Cayenne skv. mínum heimildum, sem er nokkurn veginn ástæðan fyrir því að flestir kaupa sér jeppa.
Sama gildir um Range Rover Supercharged.
En af hvaða ástæðu sem pabbi þinn keypti Cayenne í staðin fyrir SRT8, ef þið eruð ánægðir með hann þá óska ég ykkur til hamingju.
-“What's the first thing you feel when you shoot a civilian? -Recoil”