Flottasti golf sem hefur verið búinn til. Golfinn er með W12 vél sem skilar 650 hestöflum. Hámarkshraði er 325 km/h og 3.7 sekúndur í 100 km/h. Meira info um bílinn og video er að finna á
Ekki flottasti Golf sem búinn hefur verið til að mínu mati, MKI og MKII finnst mér nú fallegri, en vissulega er þetta spennandi bíll og kemst vonandi lengra en hugmyndabíls skeiðið.
Við þetta má bæta að vélin er aftur í bílnum því það var ekki pláss í húddinu fyrir þessa vél. Þið sjáið að það eru 2 innsog á hliðunum á bílnum, gluggi sem snýr inn á við og fyrir neðan hann, einfaldlega til að kæla vélina. Einnig er þakið á bílnum úr Carbon Fiber efni sem leiðir loftið að litlum spoiler í enda þaksins og það kemur í stað þess að þurfa að láta risa spoiler á bílinn. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og er á þýskum númeraplötum og er búið að keyra hann um 7.000 km núna.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..