maður er nú bara ekkert komin með græju ef að það stendur AMG aftaná……
ég meina fjölskydan mín á tvo 124 bíla, annar þeirra er E 220 og hinn er E 230.. Þeir eru alveg hráir og bila sjaldan. E 220 bílinn er 150 hestöfl og E 230 bíllinn er rúm 130 hestöfl, þeir eru báðir að skila inn þeim krafti sem maður þarf á að halda.
Ég meina sérðu endinguna á þessum bílum? E220 bílinn er ‘94 módel og E230 bíllinn er ’91 módel, það sést varla á þessu, það er allt í heilu lagi í þeim, sætin og allt.
Svo annað, við eigum líka einn 300D Benz, hann er '82 módel og það sem að er búið að gera fyrir hann er: “það er búið að heil sprauta hann einu sinni og búið að gera upp gírskiptinguna einu sinni”. Þessi bíll kemst gjörsamlega allt, og þar sem að ég á heima er svolítið mikið af snjó og hann á í engum erfiðleikum með að komast upp brekkuna í hlaðinu heima. Bílar eins og Nissan, Renult, VW og fleiri komast varla upp þessa brekku.. Pósturinn hefur oft barið að dyrum og spurt hvort að við eigum sand til að þeir geti komist upp, ég sjálf hef oft þurft að fara út að ýta bílum..
Að sitja í 300D bílnum er bara lúxus, þetta er bara eins og nýtt, eina slitið sem ég sé í bílnum er á armpúðanum.
hvað sérð þú marga BMW úti á götu sem eru eldri en 20 ára?