Átti svona bíl, 2006 árgerð. Reyndar var það Mazdaspeed 6, sem er US útgáfan.
Fínir bílar, gott pláss, gott að keyra þá. Þeir eru ekkert gríðarlega snöggir af stað, enda ekki gerðir sem neinar spyrnugræjur né brautargræjur, en fínir á ferðinni enda með gott tog.
Það finnst strax að þessir bílar eru ekki gerðir sem track-day bílar, því þeir leggjast mjög í beygjum. Hallast niður öðrumegin og framendinn stingst stundum vel niður.
En sem góður cruiser þá er þetta brilliant bíll sem er hlaðinn aukabúnaði og þægindum. Afskaplega sáttur við þá, sérstaklega þar sem ég er enginn track-day bílagaur (enda engin almennileg braut hér til að stunda track-days, eh.. :)
Þetta er undirskrift