Þeir sem vita eitthvað um bíla vita það að “Góður bíll” er ekki bíll með svaðalegu body kit og á krómfelgum og með filmur í rúðunum. Það er merki um heimsku að eyða peningum í það. Tökum sem dæmi að ég sá hérna fyrir nokkrum dögum að einhver náungi var að spá í að kaupa sér 6 eða 7 ára gamlan bíl og láta setja á hann body kit og sprauta hann upp á nýtt fyrir segjum 200-500þús, og svo þegar kemur að því að selja bílinn aftur fær hann bara smápening fyrir hann. Og þess vegna er nokkuð augljóst að maður ætti frekar að eyða 200-500 þúsundum meira í sjálfan bílinn og fá þá betri, sparneytnari og endingarmeiri bíl ásamt því að hann myndi ekki hrígfalla í verði.
Strive for perfection in everything you do.