Ökuhæfni skiptir máli þegar þú ert að spyrna. Ég get tekið 1000hp dragster í spyrnu á 1300cc Skoda, en ég þyrfti að fá forskot til þess. Dragsterinn tekur nokkur run(3 að mig minnir) og svo ég, meðaltíminn er svo reiknaður út og ég fæ ákveðið forskot útfrá því. Eftir það erum við jafnir, hvernig ég nota síðann aflið í mínum bíl fer svo allt eftir aksturshæfleikum mínum.
Þú setur samt ekki þessa bíla hlið við hlið enda er niðurstaðan á því augljós, en spyrna gengur útá að sýna hvað ÞÚ getur með það ökutæki sem þú ert með í höndunum. Sjálfskiptur eða beinskiptur, skiptir ekki máli, hvernig ÞÚ lætur bílinn virka er uppi fyrir þér komið, ekki bílnum sem þú ert með.