Þetta er E50 AMG árgerð ´96. Hann var fluttur inn sumarið 2005 og var þá ekinn 63 þúsund km. Nú er hann ekki á númerum, enda niðri í bílageymslu í hitanum.
Í dag stendur mælirinn í 73.5xx km.
Þessa mynd ásamt fleirum tók ég í gær, 4. Feb 2007, eftir að hafa tekið smá rúnt á bílnum innandyra, skolað af rykið og bónað.
Eðalbíll, algjör gullmoli í 100% standi. Svo til nýkominn úr yfirferð frá Ræsi.
Það ku vera þitt álit. Öðrum huganotendum finnst það kannski ekki, til dæmis mér finnst þetta “body” fallegt. Það væri yndislegt ef þú myndir halda þessu fyrir sjálfan þig.
Hver hefur rétt á sinni skoðunn og hef ég jafn mikinn rétt að segja að mér finnist þetta ljótt body og þér finnist þetta fallegt.
Ég held þessari skoðun ekki fyrir mig. Ef ég gerðu það þá yrði þetta ekkert nema væmið spjall á þessu áhugamáli þar sem allir væru sammála og allt svo fallegt og yndislegt og jeyj lífið svo frábært og gott.
Eru þessi kvikindi ekki 7. eitthvað sek a milli 100 og 200 las það einhversstaðar:P annars flottur bara þótt eg hati hringlótt ljos lukkar aþð vel a þessum
Það er enginn svikinn af þessum bíl. Ég hef breytt mestu BMW fönum í Benz fan eftir smá bíltúr í þessum bíl. Tekur nýju Mustangana í spyrnu m.a
Hann er líka allur nýyfirfarinn af Ræsi. Verkstæðisformaðurinn sá um það sjálfur. Menn sátu slefandi yfir bílnum þar og einn sem kom með tilboð í hann til mín :P
Nei, gæti svo sem vel verið. Bróðir minn var fyrir aftan tvo nýja að spyrna og þegar þeir voru komnir á yfirsnúning var bróðir minn fyrir aftan þá að blikka háu ljósunum til að komast framúr :P
Þeir voru ekkert smá fúlir. Annar þeirra beygði á fyrstu afrein til að koma sér burtu á meðan hinn var tekinn af löggunni 2 mín seinna :)
Það er samt alveg sjálfsagt mál að þessi Benz taki þessar Mustang druslur, virka ekki rassgat nema auðvitað breyttir frá Saleen,Shelby eða einhverju álíka.
hahaha thx any way en ég held ég afþakki sko vá ég var að skita á mig þegar ég bauð henni sko hún er svo WAY out of my league samt tók hún actually bara vel í það að ég hafi boðið henni :D
Já, það er synd. En ef þú ferð í yfirlit á myndum þá sérðu mynd af bílnum mínum standa fyrir utan kirkju. Sendi hana inn í fyrradag minnir mig svo hún er framarlega.
Þú ættir samt bara að vita hvernig Benz ég er að spá í fyrir næsta sumar…
Gríðarlega fallegur bíll, óska þér alls hins besta með hann þó þú kynnir að vera búinn að eiga hann í nokkurn tíma ;)
En ég var að spá þetta með E220 og E230, þú sagðir að munurinn væri svo mikill. Er þá 220 sprækari?, stífari fjöðrun kannski eða hver ætli sé munurinn.
Annars er draumurinn að vera kominn með E230/220 í sumar :)
En E220 er mun sprækari. Munar alveg rosalega. Mikill útlitsmunur líka að mínu mati, sérstaklega eftir face-liftið á 220 bílnum. Í raun bara betri vél í alla staði, betur smíðuð, eyðir svipað, kraftmeiri og meira tog.
Sá einn E36 AMG í fyrra sumar W124 boddy. Sjúskaður bíll en engu að síður flottur. Þá held ég líka að það sé kominn 8 cyl rokkur í þetta.
Nei ég er ekki að spá í AMG útfærslu á E500. Ég vill hafa hann orginal, svartann með filmum allann hringinn. Framrúðunni líka. Nota hann svo bara á sumrin. Þetta eru auðvitað bara safngripir.
Ekki á hverjum degi sem MB og Porsche ákveða að gera eitthvað í sameiningu :P
Heyrðu, takk fyrir spjallið, þú getur sent mér PM ef þú villt. Ég er farinn í veikindafrí frá huga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..