Vonandi eruð þið ómeiddir, en ég varð eiginlega að hlægja, því ég lenti í svipuðu atviki, að stúta bíl sem ég hafði átt í eingöngu viku.
Atvikið var þannig að ég var á leiðinni aftur í skóla eftir jólafrí, og var tiltölulega búinn að festa kaup á Suzuki Vitara, nokkurra ára gömlum. Svo gerðist það þegar ég var á leiðinni í gegnum þorp eitt, þegar að bíll kemur út úr hliðargötu (drukkinn bílstjóri) og fer beint í hliðina á mér, af þvílíku afli að bíllinn veltur niður í fjöru. Ég var einn á ferð, tognaði á öxl og fékk smávegis minni meiðsli. Ég missti dáldið af eigum sem ég tók með af heimavistinni yfir jólin, þ.m.t. nokkuð stórt sjónvarp, sem að eyðilaggðist í slysinu.