Þetta er geðveikur bíll og líka alveg massa stór(5,89m x 2,14m) og þessi bíll er svo sannarlega til. Þetta er í rauninni endurgerð af Maybach SW38 Streamliner sem kom út 1939. En Maybach hafði það sem takmark að búa til þennan Exelero og láta hann ná 350km hraða svo að þeir tóku V12 tveggja túrbínu vélina úr Maybach 57 en þá varð þeim ljóst að það nægði ekki til að ná 350km hraða svo að þeir létu breyta vélinni úr því að vera 5,6l vél í 5,9l vél og náðu að kreista út úr henni um 700hp. Síðan gerðist það stóra atvik fyrsta may 2005 að bílnum var komið á hina 12,5 km löngu Nardo keppnisbrautina í Ítalíu og þeir þurftu aðeins að keyra bílinn um 2 hringi til að ná 351,45 km hraða svo að þá má segja að þeir hafi náð verki sínu og gert það vel eins og þeir hafa einnig gert við alla hina bílana, sem hafa hingað til verið alveg framúrskarandi í bæði útliti, þægindum og ekki síður en síst ökugæðum svo að ég segi að þeir hafi gert góðan bíl þegar að þeir tóku upp á því að gera þennan bíl og því á ekkert að vera að gera lítið úr honum, því að augljóslega hefur verið lögð mikil vinna í þetta.
Takk fyrir mig. E.G.
Strive for perfection in everything you do.