Að mínu mati flottasta Benz módelið. Kom fyrst fram 1984 og fór í framleiðsu sem touring bíll 1985. Var í framleiðslu allt til 1995 en þá tók W210 við með E línuna. Mörgum finnst það vera ljótasti Benzinn sökum “kúlu” ljósanna, en að mínu mati er hann mjög flottur og vel smíðaður bíll.
Ef að þú segir að þetta sé án efa gubbulegasti bíll sem þú hefur séð þá hefur þú ekki séð þá marga, þetta er með flottari bílum sem ég hef éð og ég hef séð þá sko marga, skal ég segja þér!
Ef að þú segir að þetta sé einn af gubbulegustu bílum sem þú hefur séð þá hefur þú ekki hundsvit á bílum!
Þótt þú vitir eitthvað um bíla, þá maður alveg hafa skoðanir, Meina ef mér finnst sulta ekki góð. þá getur þú ekkert neitt mig til að borða hana, eða sagt mér að ég hafi ekkert vit af sultu bara því ég finnst hún ekki góð ;)
Þetta útlit er nú alls ekki fyrir hvern sem er. Ég persónulega get ekki fílað þetta boddy fyrr en það er búið að græja það smá. EN!!! þegar svona bíll er kominn með 2.5L Cosworth vél og boddypakka með þá er hann fyrst orðinn gjöðveikur.
Skuggalegt. Minn e230 er nákvæmlega svona, sami litur, sömu felgur, sama stærð á felgunum. Þessi er þó með facelift sýnist mér, ekki minn.
Án efa flottasta módelið. Þeir hefðu aldrei átt að “mýkja” lúkkið, W124 módelin eru bara svo “miklir” bílar, solid og ekkert rugl í gangi. Bara bíll :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..