Fleiri en 3 látnir sökum hraðakstur, því miður.
Allavega 3 vegna lélegra vega, 2 á mótorhjólum, 3 stútar, tveir sem dóu með eins dags millibili eftir að hross varð fyrir bíl þeirra, og allaveganna 6 ef ekki 7 vegna hraðaksturs (bæði bílstjórarnir sem óku of hratt og fórnarlömbin sem létust í hinum bílunum).
Sjokkerandi að lesa fréttablaðið í dag þar sem segir að yfir 65 manns hafi keyrt á yfir 200 km/klst upp Ártúnsbrekkuna og meira en 1000 manns á yfir 150 km/klst. Þetta er rugl. Hvað þarf að gera? Það virðist ekki duga að hækka sektirnar.