Vegna lítillar umferðar af innsendum myndum ákvað ég að setja smá augnkonfekt hér inn.
Þetta er E50 AMG sem er heil 347 hestöfl og V8 mótor. 5,5 sek í hundrað og eyðir um 16 - 17 lítrum á hverja 100 km í blönduðum akstri.
Minnir einna helst á að keyra mótorhjól eða sitja í flugvél sem er að taka brunið. Rosa græja og ekkert annað en hreint leiktæki.
Þetta er 1996 árgerð og er ekin heil 76 þúsund km. Sér ekki á bílnum hvorki að utan né að innan. 2 eigendur af honum í Þýskalandi og enn sem komið er einn hér heima.
Frúin hlær í betri bíl…