Alfa hefur verið frekar neðarlega á listanum þegar kemur að lítilli bilanatíðni,rétt er það,hvað er það sem fær fjölda manns til að elska ákveðinn bíl út af lífinu þrátt fyrir að bila oftar en t.d toyota corolla,eða Bens, ég segi ekki Bens dagsins í dag því ég spái að t.d Alfa 159 verði með lægri bilanatíðni heldur en m bens,allavega miða við núverandi gengi Bens.Alfa magic er hugtak sem margir Alfa menn nota til að útskýra þessa ástríðu sem eigendur annara bílategunda munu seinst skilja, enda oft lítið töfrar í bílum þeirra,Saga Alfa Romeo er langtum glæstari en flestra annara bílategunda þegar kemur að kappakstri,kannski er það hluti af af skýringunni af hverju menn taka gjarnan ástfóstri við þessa bíla,það er bara eitthvað sérstakt við að keyra Alfa Rómeó.