Þetta er s.s. Peugeot 206 RC og já, aftur er ég að senda mynd af bílnum mínum nema seinast voru einhverjir óánægðir með að það væri ekki hægt að sjá bílinn fyrir myrkri. Ég fann því hér eina mynd af alveg eins bíl (nákvæmlega eins) sem er bjartari og bíllinn aðeins betur sjáanlegur. Læt hér lýsinguna fylgja með:
Peugeot 206RC sem er alveg helvíti fínn bíll í snattið innanbæjar. Lítill og nettur, með 2.0L, tæplega 180hp/202nm vél sem skilar sér fínt áfram.
Aðrir skemmtilegir specs:
- RC Körfustólar (Leður, rúskinn o.fl.)
- RC Sport innrétting (Leður, rúskinn og carbon-fiber)
- Aksturstölva (með öllu þessu helsta)
- Tölvustýrða miðstöð með loftkælingu (A/C)
- Regnemi í framrúðu
- Sjálfvirkan ljósabúnað (birtunemi sem kveikir á ljósunum þegar það dimmir t.d. í göngunum)
- RC Sport speglar (Carbon-fiber að hluta)
- Vindskeið fyrir ofan afturglugga
- Tvöfalt púst úr hljóðkút (Króm)
Þetta var svona það helsta. Nánari upplýsingar frá umboði: http://www.peugeot.is/car.asp?cat_id=678