Bara eitt með þetta “væl útaf lit/sprautun” sem þú ert að tala um.
Nú hef ég 3-4 sinnum “vælt” yfir því að myndir sem hér hafa verið sendar inn séu líklega photoshop-aðar. Í 90% tilfella sem ég tel myndir vera photoshop-aðar, þá er það vegna þess að skugginn er svo óraunverulegur og illa gerður að það er ekki annað hægt en að setja útá það. Hef ekki tekið eftir því að fólk sé að setja útá litinn á bílnum eða að þessi litur/sprautun geti ekki verið ekta. Svo finnst mér ekkert að því að velta fyrir sér og spurja hvort einhver viti hvort þetta sé ekta (viti kannski um aðra mynd af tilteknum bíl) eða hvort fólk sé almennt sammála um að um photoshop sé að ræða.
Það er oftar en ekki búið að troða uppí fólk hér sem heldur því statt og stöðugt fram að allt sem er á netinu sé ekta. T.d. með því að sýna þeim upprunalegar myndir og/eða benda því á galla myndarinnar og mistök þess sem photoshop-ar.
Minnir að þú hafir eitthvað bakkað með það að grillið væri ekta hérna neðar, enda ekki vit í öðru þar sem greinilega sést að “krassað” hefur verið yfir grillið í myndvinnslu-forriti. Ekki skil ég tilganginn þar sem ég veit ekki til þess að neitt sem einkennir bílinn frá öðrum bílum komi fram á grillinum (en það getur svosem vel verið ástæðan fyrir þessu “krassi”).
Annars hvet ég bara fólk til að trúa ekki öllu sem það sér eða les á netinu. Og vera raunhæft, með fæturnar á jörðinni og kanna málið nánar áður en það fer að rífast og skíta yfir fólk sem hefur aðrar skoðanir á málinu.