Ég hef tekið vel eftir því og ég efast að það hafi farið frmahjá nokkrum að mikið er sent inn af Volvoum, BMW og Benzum hingað inná. Samt hefur dregist svolítið úr innsendu efni, svo ég vil biðja notendur áhugamálsins á að endilega senda inn myndir, og ekki endilega bara af þessum bílums sem ég taldi upp, heldur einnig fleiri tegundum.
Langt er síðan grein hefur verið send inn og gaman væri að fá nokkrar greinar um bíla viðkomandi fólks, eða um draumabílinn eða eitthvað þessháttar. Svo er alltaf hægt að senda inn kannannir, um efni sem tengist bílum að sjálfsögðu
aiwa