ég er að segja að Hummer H2 sé drasl, hefurðu sem dæmi einhverntíman séð myndir af þeim eftir árekstur, það er víst bara eins og að lest hafi farið á þetta(ekki séð það sjálfur, en heyrt lýsingar frá mörgum, og þá MJÖG mörgum)
en þó svo að Hummer H1 (þessi gamlia klassíski sem að er nánast allveg eins og Hummvee) sé mun skárri en H2, þá er hann langt frá því að vera besti bíll sem að maður getur fengið. þeir eru orginal 3,5 tonn, sem að er ÞUNGT, þeir eru að vísu með ágætis rokk, en hann drekkur samt meira en hann skilar út. Bremsubúnaðurinn er sá fáránlegasti sem völ er á, en hann er á öxlana, og mjög innarlega á þeim. svo ef þú ert t.d. að draga eitthvað þungt á ágætis ferð niður brekkur og ætlar að bremsa, þá geturðu alltaf lent í því að heyra háværan dink og svo bara fríhjólað niður og það er EKKERT sem að þú getur gert, ALLAR aðferðir við að hægja á eru út úr kortinu, þar sem þær krefjast allar öxla, nema kannski að reyna að fara í svig á milli bíla eða álíka.
ef ég ætti að velja einhvern einn bíl til að setja á top 3 listann yfir bestu jeppa, þá yrði það Willysinn hanns afa, 1946 árgerð…já ég væri til í að sjá Hummer á sínu 59. aldursári vera ennþá með orginal hásingar, mótor, gírkassa, millikassa, boddy, grind og vera ennþá að vera jeppi þegar þess þarf…
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“