Ég sagðist aldrei vera bifvélavirki, né að ég viti allt, en þær díselvélar sem ég hef unnið við eru með glóðarkerti en ekki eldkerti.
Ef einhverjar díselvélar eru með eldvörpu eins og þú orðar það þá er það nýtt fyrir mér (til að eldvarpa ætti að duga þyrfti hún að vera tengd við annan orkugjafa en rafmagn). Það er til kerfi sem byggir á etherskoti og er meðal annars notað í Caterpillar, en þar er ekki notast við kerti. Þú ert væntanlega ekki að tala um olíufíringu en ég held að hún teljist varla eldvarpa.
Annars þá fletti ég þessu upp í Troubleshooting & Repairing DIESEL ENGINES eftir Paul Dempsay en þar finn ég ekkert um fyrirbærið. Þetta er því ekki eins algengt og þú vilt vera láta.
Ef þetta er í öðrum díselvélum en ég hef komið nálægt (sem ekki er getið í fyrrnefndri bók) þá segir það ekkert um þekkingu eða þekkingarskort minn, því það er enginn sem veit allt, og þar sem að ég hef ekki þurft að eiga við fyrrnefnda eldvörpu hef ég ekki þurft að kynna mér hana. Það hefði því verið eðlilegt að leiðrétta þá þann misskilning án þess að stofna til leiðinda
En nóg um það, hvað gefur þér rétt til að segja hvort ég viti eða viti ekki mikið um vélar (sem ég hef reyndar aldrei haldið fram) útfrá ekki meiri þekkingu um mig?
Það væri eins og að fella fólk í landafræði sem veit ekki hvar einhver ákveðin borg í Kambodíu er.
Ég hef aðallega haldið mig við bensínvélar og eldri díselvélar (var að smella einni slíkri í jeppa og var í allan dag að vinna við það) sem hafa ekki þennan búnað. Veit ég þá allt í einu ekki mikið um vélar þó ég viti ekki um einhvern búnað á Ford Transit?
Mér finnst þetta innlegg þitt bera vott af annaðhvort yfirmáta hroka eða barnaskap nema hvortveggja sé.
JHG