Bilar
Ég er mjög upptekinn núna að velta fyrir mér þessum snilldar VR “narrow-angle” V-vélum VW. Get ekki sagt annað en ég hrífist af þessum hugmyndum. Á myndinni er vélarblokk W12 vélar, nokkuð sem fékk kjálkann á mér til að nálgast bringuna aðeins. Nú á ég bara eftir að fá að vita meira um V5 vélina stórmerkilegu sem enginn virðist vilja segja neitt um á vefnum. Einhverjir snillingar hér sem luma á vísdómi um hana? Sendið mér skilaboð, eða betra, sendið inn pistil!