Þetta stórglæsilega eintak af Lamborghini 400GT '66 seldist í síðasta mánuði á uppboði. Grófleg áætlun segir að verð til landsins væri um 12 milljónir (gæti jafnvel verið lægra ef fornbílar fá undanþágur, einhver?). Væri ekki amalegt að sjá svona á götunum hér heima innan um alla rándýru eðalvagnana sem standa hvort eð er óhreyfðir að mestu…
Bíllinn á myndinni hefur 4.0l V12 með 6 tveggja hólfa Weber blöndungum sem skilar 320 hestum og er einn af aðeins 23 bílum. Hvort hann er einn af þeim 3 sem hafði ályfirbyggingu get ég ekki sagt um. Þetta eintak er í concours ásigkomulagi.
Mynd af www.lamborghiniregistry.com