Bilar TVR er að kynna hugmyndabíl sem er í raun coupe útgáfa af hinum öfluga Tamora. Nafnið sem er notað, a.m.k. í augnablikinu, er T-350R, en TVR virðist hafa tvo hugmyndabíla sem eru nokkuð frábrugðnir. Sá græni sem er á myndinni hér er sá sem mér fellur betur en ef þið pírið augun sést hinn, hvítur, í bakgrunni. Fleiri myndir og upplýsingar á Pistonheads.com - http://www.pistonheads.com/tvr/default.asp?storyId=5689

TVR hefur einnig uppi áform um að bjóða upp á GPS staðsetningarbúnað sem varar við hraðamyndavélum sem staðalbúnað í framtíðinni. Það skortir ekki hugrekkið hjá TVR.